RÚV verður eitt um hituna

Stöð 2. Fréttamenn stöðvarinnar munu ekki birta landsmönnum fyrstu tölur …
Stöð 2. Fréttamenn stöðvarinnar munu ekki birta landsmönnum fyrstu tölur úr kjördæmum landsins eins og þeir hafa gert áratugum saman.

Stöð 2 verður ekki með hefðbundna útsendingu á kosninganótt að þessu sinni, eins og venjan hefur verið frá því stöðin hóf útsendingar árið 1986. Þess í stað verður skemmtiþáttur með kosningaívafi að kvöldi kosningadagsins 25. apríl.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóri Stöðvar 2, segir að kostnaður við útsendingu á kosninganótt hlaupi á tugum milljóna og í þessu árferði verði menn að sníða sér stakk eftir vexti. „Við erum lítil og fátæk einkarekin stöð, sem getur ekki keppt við Ríkissjónvarpið þótt við fegin vildum,“ segir Óskar.

Ríkissjónvarpið mun halda sínu striki á kosninganótt, að sögn Óðins Jónssonar fréttastjóra. Um verður að ræða hefðbundna útsendingu, þar sem fléttað verður saman nýjustu úrslitum, viðbrögðum stjórnmálamanna og sérfræðinga og öðru efni. Útsendingin mun standa eins lengi um nóttina og þörf þykir. Þá verður sérstök kosningavaka á Rás 1.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert