3.500 fyrirtæki gjaldþrota á næstu 12 mánuðum

Birkir Jón Jónsson.
Birkir Jón Jónsson.

Spár gera ráð fyrir að tíu fyrirtæki verði gjaldþrota á dag næstu tólf mánuði, sagði Birkir J. Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins við Eldhúsdagsumræður. Ef það gengur eftir verða 3.500 fyrirtæki sem ekki lifa af. Birkir sagði ljóst að róttækar aðgerðir þurfi til snúa úr vörn í sókn.

Birkir sagði ólíðandi að 18 þúsund einstaklingar væru án atvinnu. Ljóst væri að fasteignaverð muni lækka á meðan skuldir hækka. Tugþúsundir heimila munu því keyra í þrot. Hann sagði það blasa við öllum, sem vildu horfast í augu við vandann, að róttækar lausnir þurfi til og það sé vaxandi krafa í samfélaginu.

Birkir fór einnig yfir skilyrði flokksins við að verja stjórnina falli og sagði það sína bjargföstu trú og von að komið verði á stjórnlagaþingi, þrátt fyrir andstöðu Sjálfstæðisflokks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert