VG tvöfaldar fylgið í Kraganum

Heildarúrtaksstærð var 800 manns 18 ára og eldri. Svarhlutfall var …
Heildarúrtaksstærð var 800 manns 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 59,3%. mbl.is/Gói

Þrátt fyrir aukið fylgi í Suðvesturkjördæmi nær Framsóknarflokkurinn ekki inn manni, ef marka má nýja könnun, sem Capacent Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið um fylgi flokkana í kjördæminu. Samfylkingin mælist stærst og nær inn fjórum mönnum líkt og Sjálfstæðisflokkur, sem missir þó rúm 11% frá síðustu kosningum. Fylgi Vinstri grænna eykst um rúm 11% og myndi flokkurinn ná  tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu.

Samfylkingin mælist með 32,2% fylgi í kjördæminu en fékk í síðustu kosningum 28,4%. Sjálfstæðisflokkur er skammt á eftir, mælist með 31,4% og Vinstri græn með 23,1%. Framsóknarflokkurinn bætir við sig 0,5% frá síðustu kosningum og mælist með 7,7%.

Þá mælist Borgarahreyfingin með 2,7%, prósenti meira en Frjálslyndi flokkurinn. Lýðræðishreyfing Ástþórs Magnússonar mælist með 0,3%

Niðurstöðurnar eru úr net- og símakönnun sem Capacent Gallup gerði dagana 3. til 7. apríl 2009. Úrtakið í netkönnuninni var tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Capacent Gallup en úrtakið í símakönnuninni var tilviljunarúrtak úr þjóðskrá. Heildarúrtaksstærð var 800 manns 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 59,3%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert