Stjórnarskráin ekki á dagskrá

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Nokkur stjórnarfrumvörp eru nú til lokaumræðu og afgreiðslu á þingfundi á Alþingi, sem nú stendur yfir. Stjórnarskrárfruvmarpið er ekki á dagskrá þingfundarins en umræða um það stóð til kl. 2 í nótt.

Alls eru 19 þingmál á dagskrá, þ.á.m. fer nú fram þriðja og síðasta umræða um frumvarp um greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði, frumvarp um fjármálafyrirtæki og frumvarp fjármálaráðherra um hækkun vaxtabóta. Verða þessi mál væntanlega tekin til lokaafgreiðslu síðar í dag. Frumvarp iðnaðarráðherra um heimild til samninga um álver í Helguvík er 12 mál á dagskrá þingsins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert