Kjörfundur hafinn

Frá kjörstað í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í morgun
Frá kjörstað í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í morgun mbl.is/Golli

Kosið verður til Alþingis í dag og verða kjörstaðir opnir frá klukkan 9 til 22. Alls eiga 227.896 manns, 18 ára og eldri, rétt á að kjósa og er fjöldi karla og kvenna svo til jafn. Konur eru 114.295 en karlar 113.601. Þeim sem mega kjósa hefur fjölgað um 6.566 frá því í kosningunum árið 2007 eða um 3%. Þeir sem vegna aldurs fá nú að kjósa í fyrsta sinn til Alþingis eru 9.398 eða 4,1% af kjósendatölunni.

Kosið verður í sex kjördæmum, þrjú kjördæmi eru á landsbyggðinni, Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi og þrjú á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurkjördæmi norður og suður og Suðvesturkjördæmi.

Síðasttalda kjördæmið er fjölmennast, með 58.203 kjósendur en Norðvesturkjördæmi er fámennast með 21. 294 kjósendur.

Í Reykjavík er kosið á 14 stöðum, sjö kjörstaðir eru í hvoru kjördæmi. Samtals eru kjördeildirnar 80. Reykvíkingar geta nálgast upplýsingar um hvar skuli kjósa á vef Reykjavíkurborgar.

Þá auglýsa sveitarfélög kjörfundarupplýsingar á vefnum kosning.is en þar má jafnframt finna margvíslegar upplýsingar um framkvæmd og reglur varðandi kosningar.

Þá má finna margvíslegan fróðleik og upplýsingar um stefnumál flokkanna á kosningavef mbl.is.

Kjörseðlar og önnur gögn voru flutt í Ráðhús Reykjavíkur í …
Kjörseðlar og önnur gögn voru flutt í Ráðhús Reykjavíkur í gær í lögreglufylgd. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert