Framsókn sigurvegari ásamt Samfylkingu

Guðmundur Steingrímsson á flokksþingi Framsóknarflokksins.
Guðmundur Steingrímsson á flokksþingi Framsóknarflokksins.

„Framsóknarflokkurinn kemur einna mest á óvart og er, ásamt Samfylkingunni sigurvegari þessara kosninga. Þó að VG bæti við sig þá er útkoma þeirra engan veginn í takt við þær væntingar sem menn höfðu. En þetta er stórsigur hérna í kjördæminu fyrir Framsóknarflokkinn ef þetta fer svona. Það er stutt í okkar þriðja mann, við bætum verulega við okkar fylgi og erum nú við erum annar stærsti flokkurinn í kjördæminu. Nú erum við stærri en Sjálfstæðisflokkurinn sem teljast töluverð tíðindi,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, nýr þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Guðmundur fetar nú í fótspor föður síns, Steingríms Hermannssonar, sem sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn í tæpan aldarfjórðung, frá 1971 til 1994 og gegndi ráðherraembætti drjúgan hluta þess tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert