Engin tímamörk á viðræðum

Jóhanna Sigurðardóttir og Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum eftir viðræður …
Jóhanna Sigurðardóttir og Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum eftir viðræður þeirra í dag. mbl.is/Golli

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði eftir viðræður við Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, að engin þörf væri á því stjórnskipulega, að setja tímamörk á það hvenær viðræðum Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs um myndun nýrrar ríkisstjórnar, skuli ljúka.

Jóhanna gekk á fund Ólafs Ragnars á Bessastöðum nú síðdegis og gerði honum grein fyrir stöðu mála eftir alþingiskosningarnar á laugardag. Ólafur sagði eftir fund þeirra Jóhönnu, að minnihlutastjórnin, sem mynduð var í febrúarbyrjun, nyti nú stuðnings meirihluta Alþingis og þjóðarinnar og væri nú fullburðug og sæti uns stjórnarflokkarnir ákveði breytingar á því.

Jóhanna sagði að formlegar viðræður flokkanna myndu nú hefjast og þeir myndu taka sér þann tíma sem þyrfti til að ná niðurstöðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert