Fylgi ríkisstjórnarinnar 48%

Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 48% þjóðarinnar, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup í júlí. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur minnkað um 1% frá því í júní en ríkisstjórnarflokkarnir njóta stuðnings um 44% kjósenda, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Greint er frá þessu á vef RÚV.

Tæp 11% kjósenda segjast ekki myndu kjósa, eða myndu skila auðu ef kosið yrði í dag. Réttur þriðjungur segist ánægður með störf meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.

Rúm 38% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn til borgarstjórnar í Reykjavík ef kosið yrði núna. Fylgi flokksins eykst um 11% síðan í sambærilegri könnun í maí á síðasta ári. Flokkurinn nær samt ekki að endurheimta fylgið úr síðustu sveitarstjórnarkosningum, árið 2006, samkvæmt vef RÚV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert