Jórunn stefnir á þriðja sætið

Jórunn Frímannsdóttir Jensen
Jórunn Frímannsdóttir Jensen

Jórunn Frímannsdóttir borgarfulltrúi býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna sem fram fer 23. janúar. Jórunn hefur verið borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2006 og varaborgarfulltrúi frá árinu 2002.

Jórunn útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1993 og starfaði sem slíkur í mörg ár, meðal annars við heimahjúkrun, á heilsugæslustöðvum og á geðdeild. Hún hefur einnig unnið við markaðssetningu á lækna- og hjúkrunarvörum og rak eigið fyrirtæki, doktor.is, frá árinu 2002 þar til hún tók sæti í borgarstjórn árið 2006, að því er segir í fréttatilkynningu frá Jórunni.

Jórunn stefnir á að ljúka M.P.A námi frá Háskóla Íslands á næsta ári. Hún er gift Sigurbirni Jónassyni iðnaðartæknifræðingi og eiga þau þrjú börn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert