22 í framboði hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði

Framboðsfrestur vegna prófkjörs Samfylkingarinnar í Hafnarfirði sem haldið verður dagana 28. janúar til 30. janúar nk. rann út í gærkvöldi. Alls buðu sig fram 22 frambjóðendur, tíu konur og tólf karlar. Elsti frambjóðandinn er á 64. aldursári en sá yngsti á því nítjánda.

Á kjörskrá eru allir félagsmenn í Samfylkingunni með lögheimili í Hafnarfirði, sem náð hafa 16 ára aldri á prófkjörsdag og skráð hafa sig í viðeigandi flokksfélag fyrir lok kjörfundar, samkvæmt tilkynningu.

Eftirtaldir frambjóðendur buðu sig fram:

Árni Hjörleifsson rafvirki 1.-5. sæti,
Árni Björn Ómarsson verkefnisstjóri 1.-4. sæti,
Edda G. Guðfinnsdóttir kennari 7.-8. sæti,
Elín Soffía Harðardóttir matreiðslumeistari og háskólanemi 2.-5. sæti,
Eyjólfur Þór Sæmundsson verkfræðingur 1.-5. sæti,
Geir Guðbrandsson háskólanemi 8. sæti,
Gísli Ó Valdimarsson verkfræðingur og bæjarfulltrúi 3. sæti,
Guðfinna Guðmundsdóttir matreiðslumeistari og bæjarfulltrúi 4. sæti,
Guðjón Sveinsson forstöðumaður 3.-4. sæti,
Guðmundur Rúnar Árnason bæjarfulltrúi og stjórnmálafræðingur 1. sæti,
Guðný Stefánsdóttir þroskaþjálfi MA 4.-5. sæti,
Gunnar Axel Axelsson viðskiptafræðingur 2.-3. sæti,
Hallur Guðmundsson kerfisráðgjafi og tónlistarmaður 4. sæti,
Helena Mjöll Jóhannsdóttir meðferðarfulltrúi 7. sæti,
Hörður Þorsteinsson viðskiptafræðingur 1.-4. sæti,
Jón Grétar Þórsson æskulýðsstarfsmaður 7. sæti,
Kristín Gunnbjörnsdóttir hárgreiðslumeistari 7.-8. sæti,
Lúðvík Geirsson bæjarstjóri 6. sæti,
Margrét Gauja Magnúsdóttir kennari og bæjarfulltrúi 2. sæti,
Ragnheiður Ólafsdóttir kennari og íþróttafræðingur 5.-8. sæti,
Sigríður Björk Jónsdóttir byggingalistfræðingur 3.-5. sæti,
Steinunn Dögg Steinssen efnaverkfræðingur 7.-8. sæti.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert