Rödd sem ver velferðarkerfið

Andrea Hjálmsdóttir, frambjóðandi hjá VG á Akureyri.
Andrea Hjálmsdóttir, frambjóðandi hjá VG á Akureyri.

„Það er mikilvægt að hafa öfluga rödd í Akureyrarbæ sem ver velferðarkerfið. Það verður mitt hlutverk á næstu árum,“ segir Andrea Hjálmsdóttir, félagsfræðingur, gullsmiður og kennari við Háskólann á Akureyri, sem er í efsta sæti á lista VG á Akureyri, samkvæmt fyrstu tölum úr forvali.

„Mér líst vel á þetta. Ég gef kost á mér af því að treysti mér til að takast á við þetta verkefni og er ótrúlega sátt við þann mikla stuðning sem ég finn,“ segir Andrea.

Hún fór fram gegn oddvita flokksins í bæjarstjórn en Baldvin H. Sigurðsson er í þriðja sæti, samkvæmt fyrstu tölum.

„Það hefur verið kallað eftir nýju fólki og ég ákvað að svara því kalli. Það er frábært að kjósendur séu sammála því.“ Þá segir Andrea mikilvægt að fá kvenkyns oddvita á lista.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert