Árni Sigfússon með 92% atkvæða

Árni Sigfússon
Árni Sigfússon SteinarH


Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ stóðu fyrir prófkjöri í dag vegna bæjarstjórnakosninganna 2010. Á kjörskrá voru 2902 og greiddu 1621 atkvæði. Kjörsókn var því um 56%. Árni Sigfússon, bæjarstjóri og núverandi oddviti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ fékk yfirburðakosningu í 1. sætið eða 92% atkvæða.

 

Úrslit 7 efstu frambjóðenda eru sem hér segir:

1. Árni Sigfússon með 1378 atkvæði í 1. sæti
2. Gunnar Þórarinsson með 704 atkvæði í 1.-2. sæti
3. Böðvar Jónsson með 703 atkvæði í 1.-3. sæti
4. Magnea Guðmundsdóttir með 709 atkvæði í 1.-4. sæti
5. Einar Þ. Magnússon með 774 atkvæði í 1.-5. sæti
6. Baldur Guðmundsson með 1048 atkvæði í 1.-6. sæti
7. Björk Þorsteinsdóttir með 965 atkvæði í 1.-7. sæti


Aðrir hlutu færri atkvæði.

Auðir og ógildir seðlar voru: 66

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert