Vill ekki bæjarstjórastól

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokks í Árborg og Elfa Dögg Þórðardóttir, …
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokks í Árborg og Elfa Dögg Þórðardóttir, sem er í 2. sæti á lista flokksins, fagna úrslitinum. mbl.is/Egill

Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái hreinan meirihluta í Árborg, ætlar oddviti listans, Eyþór Arnalds, ekki að sækjast eftir bæjarstjórastólnum. Samkvæmt fyrstu tölum frá Árborg fær Sjálfstæðisflokkurinn fimm menn, Samfylkingin tvo, Framsóknarflokkurinn einn og Vinstri grænir enn.

„Ég ætla ekki að sækjast eftir að verða bæjarstjóri. Sjálfstæðisflokkurinn er að fá gríðarlegan stuðning vegna þess boðskapar sem við höfum flutt í aðdraganda kosninga. Við viljum skera burt öll gæluverkefni til að halda leikskólnum opnum. Við viljum fækka bæjarfulltrúm í sjö og ráða faglegan framkvæmdastjóra á hóflegum launum til að skera niður alla skriffinnsku," segir Eyþór Arnalds í samtali við mbl.is

„Í aðdraganda kosninga auglýstum við að auglýst yrðu eftir framkvæmdastjóra, og að bæjarfulltrúar yrðu virkjaðir frekar. Það er komin tími til að hugsa þetta upp á nýtt, bæjarfélög fóru mörg hver offari á síðustu árum," segir hann.

Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn mælist með hreinan meirihluta eftir fyrstu tölur eru aðeins 13 atkvæði í næsta Framsóknarmann. Eyþór segir að núverandi bæjarstjórn sé í öllu falli að fá falleinkunn hjá kjósendum: „Áherslur hennar eru í raun veru ekki upp á borðum í hugum fólks. Ný bæjarstjórn þarf að hlusta á skilaboð almennings í Árborg," segir Eyþór.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert