Bjóða öllum framboðum til viðræðna

Húsavík er stærsti þéttbýliskjarninn í Norðurþingi.
Húsavík er stærsti þéttbýliskjarninn í Norðurþingi. www.mats.is

Fulltrúar B-lista Framsóknarflokks í Norðurþingi hafa ákveðið að bjóða öllum framboðum í sveitarfélaginu til samstarfs um stjórnun sveitarfélagsins á komandi kjörtímabili. Framsóknarflokkurinn er stærsti flokkurinn í sveitarfélaginu, fékk 38% atkvæða og 4 bæjarfulltrúa af 9.

Í tilkynningu frá bæjarfulltrúum B-listans segir, að markmiðið með þessu sé að freista þess að efla samvinnu og samstöðu meðal kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa. 

Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur störfuðu saman í meirihluta á síðasta kjörtímabili og sá meirihluti hélt velli í kosningunum en Sjálfstæðisflokkurinn fékk 2 fulltrúa. Þá fengu Samfylkingin, VG og Þinglistinn sinn fulltrúann hvert framboð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert