Meirihlutaviðræður í Kópavogi

Rannveig Ásgeirsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Hjálmar Hjálmarsson eftir að …
Rannveig Ásgeirsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Hjálmar Hjálmarsson eftir að fyrstu tölur höfðu verið birtar í gærkvöldi. mbl.is/hag

„Ég skynja einlægan vilja allra til að lenda þessu og mér sýnist að það sé lítið sem beri í milli,“ segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingar í Kópavogi, en Samfylking, VG, Næst besti flokkurinn og Listi Kópavogsbúa hafa ákveðið að hefja viðræður um myndun nýs meirihluta í Kópavogi.

Forystumenn þessara fjögurra flokka ræddu saman í morgun og munu hittast aftur síðar í dag.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi féll í kosningunum í gær, en hann hefur setið að völdum óslitið í 20 ár.

Þeir flokkar sem nú eru í viðræðum erum samtals með 6 bæjarfulltrúa af 11 og rúmlega 60% fylgi bæjarbúa.

Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar.
Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert