Ólafur og Þóra með jafn mikið fylgi

Ekki er marktækur munur á fylgi Ólafs Ragnars Grímssonar og Þóru Arnórsdóttur vegna forsetakosninganna í sumar ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem birtar eru í blaðinu í dag.

Samkvæmt niðurstöðunum fær Þóra 46,5% fylgi en Ólafur slétt 46%. Aðrir frambjóðendur fá mjög lítið fylgi. Af þeim fær Herdís Þorgeirsdóttir mest eða 2,9% en næstur kemur Ástþór Magnússon með 1,5%. Jón Lárusson mælist hins vegar með 1,2% og Hannes Bjarnason með 0,4% fylgi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert