44,8% vilja að stjórnin sitji út kjörtímabilið

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra,
Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, mbl.is/Golli

Í könnun MMR þar sem spurt var um afstöðu fólks til þess hvenær ætti næst að ganga til alþingiskosninga sögðu 44,8% þeirra sem tóku afstöðu að kjósa ætti í lok núverandi kjörtímabils.

Þetta er töluverð breyting frá könnun MMR sama efnis frá í október 2010 þegar einungis 30,7% þeirra sem tóku afstöðu töldu að þingið ætti að sitja út kjörtímabilið. Breytingin er töluvert meiri sé litið enn lengra aftur, eða til janúar 2009 (nokkrum dögum áður en tilkynnt var um síðustu alþingiskosningar). En þá töldu eingöngu 14,4% þeirra sem tóku afstöðu að þáverandi þing ætti að sitja út kjörtímabilið.

Áberandi munur reyndist á afstöðu svarenda til tímasetningar næstu alþingiskosninga eftir því hvaða stjórnmálaflokka þeir myndu kjósa ef gengið væri til kosninga nú. Þannig sögðust til dæmis flestir stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins (68,8%) og Framsóknarflokksins (54,6) vilja kjósa innan þriggja mánaða. Á móti vildu flestir stuðningsmanna Vinstri grænna (95,7%) og Samfylkingarinnar (95,2%) kjósa í lok kjörtímabilsins.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert