Jarðgöng til Eyja verði áfram skoðuð

Árni Johnsen, alþingismaður.
Árni Johnsen, alþingismaður. mbl.is/Ómar

„Óvissan í samgöngumálum milli lands og Eyja er til skammar, jarðgöng hafa haft forgang í hugum Vestmannaeyinga. Gerð jarðganga er klár viðskipti og ekki eftir neinu að bíða að koma hlutunum á hreint,“ segir í lok greinargerðar með þingsályktunartillögu sem Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram á Alþingi en orðrétt segir í henni:

„Alþingi ályktar að lokið verði nú þegar lokaþætti rannsókna á möguleikum og áætluðum kostnaði við gerð jarðganga milli lands og Eyja, nánar tiltekið milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum.“

Fram kemur í þingsályktunartillögunni að fyrir sex árum, þegar tekið hafi verið af skarið um gerð Landeyjahafnar, hafi verið rétt ólokið við rannsóknir á möguleikum við gerð slíkra jarðgangna. Er lagt til að þeirri vinnu verði haldið áfram.

Þingsályktunartillagan

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert