ÖSE fylgist með kosningunum

Tatyana Bogussevich, Jorge Fuentes, formaður nefndarinnar, og Rasto Kuzel við …
Tatyana Bogussevich, Jorge Fuentes, formaður nefndarinnar, og Rasto Kuzel við upphaf fundar í utanríkisráðuneytinu í gær. mbl.is/Golli

Sendinefnd á vegum ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, er nú hér á landi vegna kosninga til Alþingis sem fara fram eftir tíu daga.

Tilgangurinn er m.a. að fylgja eftir um mánaðargamalli skýrslu ÖSE en þar er að finna nokkrar athugasemdir við framkvæmd og reglur sem gilda um þingkosningarnar. Sendinefndin kom hingað á mánudag og átti m.a. fund með embættismönnum í utanríkiráðuneytinu í gær. Fundahöld halda áfram í dag.

Síðast var sendinefnd frá ÖSE hér á landi í lok febrúar og í skýrslu sem hún birti í lok mars er m.a. bent á að þótt stjórnmálaflokkum sé heimilt að tilnefna fulltrúa til að fylgjast með talningu atkvæða sé heimild óháðra félaga eða alþjóðlegra samtaka til eftirlits ekki tryggð með lögum. ÖSE hafi lagt til árið 2009 að þessu yrði breytt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert