Segja nær 9 af hverjum 10 verkefnum lokið

Ríkisstjórnin á fundi með forseta Íslands á gamlársdag 2012.
Ríkisstjórnin á fundi með forseta Íslands á gamlársdag 2012. mbl.is/Ómar

Á ríkisstjórnarfundi í dag var gerð grein fyrir árangri ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs í 222 liðum sem hún einsetti sér að vinna að og ljúka á kjörtímabilinu 2009  -  2013.

Staða einstakra verkefna er tilgreind í þremur mismunandi litum á vefsvæði ríkisstjórnarinnar. Með grænum lit er gefið til kynna að verkefnið hafi verið afgreitt, með gulum lit að verkefni hafi verið lokið að hluta og með rauðum lit er gefið til kynna að verkefni sé ólokið.
Aðstoðarmenn ráðherranna hafa haldið utan um og skráð framvindu verkefnanna.
 
Við lok kjörtímabilsins hafði 204 verkefnum verið lokið af 222 (græn). Mál sem lokið var að hluta og teljast enn í vinnslu eru 16 talsins (gul). Aðeins 2 málum er ólokið (rauð).
Á vefsíðu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs  er gerð grein fyrir framagreindum  222 verkefnum sem hún einsetti sér að vinna að og ljúka á kjörtímabilinu 2009 – 2013.

Árangurinn er tilgreindur í 10 mismunandi köflum. Með því að smella á einstakan kafla er hægt að sjá stöðu verkefna í viðkomandi málaflokki, segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert