Segir ríkið standa tæpt

Steingrímur kemur til síðasta ríkisstjórnarfundarins, á Bessastöðum í gær.
Steingrímur kemur til síðasta ríkisstjórnarfundarins, á Bessastöðum í gær. mbl.is/Eggert

„Ég hef ekki alveg skilið þessa hugsun um að hægt sé að sleppa tekjum eða auka útgjöld áður en búið er að komast upp fyrir strikið. Þetta er náttúrlega ekki ný kenning þessi brauðmolahagfræði um að það lifni allt bara við það að lækka skatta.“

Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, fráfarandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, í viðtali í Morgunblaðinu í dag, aðspurður hvort fráfarandi stjórn hafi ef til vill verið of sein að nýta það svigrúm sem ný stjórn telur fyrir lækkun skatta.

„Til lengri tíma litið geta skynsamlegar og örvandi breytingar í atvinnumálum ýtt undir fjárfestingar og hagvöxt. En það gerist ekki samstundis. Það sem gerist yfirleitt fyrst þegar skattar eru lækkaðir er að tekjur ríkisins minnka. Við erum í það þröngri stöðu með ríkisfjármálin að þá má ekkert út af bregða. Þannig að öll tilraunastarfsemi er mjög varasöm að mínu mati.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert