Fengi sex af níu bæjarfulltrúum

Framkvæmdir í Mosfellsbæ.
Framkvæmdir í Mosfellsbæ. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sjálfstæðisflokkurinn fengi 54,4% atkvæða og sex bæjarfulltrúa ef kosið yrði til bæjarstjórnar Mosfellsbæjar í dag samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið.

Það dugar honum til að mynda hreinan meirihluta. Flokkurinn fékk 49,8% atkvæða og fjóra fulltrúa 2010. Bæjarfulltrúar í Mosfellsbæ eru nú sjö en fjölgar í níu í kosningunum í vor vegna fjölgunar íbúa.

Mikill munur er á fylgi Sjálfstæðisflokksins og annarra framboða. Samkvæmt könnuninni fengi næststærsti flokkurinn, Samfylkingin, 9,8% og einn bæjarfulltrúa. Björt framtíð mælist með 9,3% fylgi og nær inn manni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert