Gunnar leiðir listann í vor

Gunnar Axel Axelsson
Gunnar Axel Axelsson

Gunnar Axel Axelsson hlaut flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og mun því leiða lista flokksins í bæjarstjórnarkosningunum í vor.  Alls voru fjórtán í framboði í prófkjörinu.

1. Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi með 400 atkvæði í 1. sæti og samtals 628 atkvæði.

2. Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi með 345 atkvæði í 1.- 2. sæti og samtals 577 atkvæði.

3. Adda María Jóhannsdóttir framhaldsskólakennari með 402 atkvæði með 1.-3. sæti og samtals 604 atkvæði.

4. Eyjólfur Sæmundsson bæjarfulltrúi með 345 í 1.-4. sæti og samtals 448 atkvæði.

5. Ófeigur Friðriksson viðskiptastjóri með 347 atkvæði í 1.-5. sæti og samtals 431 atkvæði

6. Eyrún Ósk Jónsdóttir, rithöfundur og leikstjóri, með 390 atkvæði í 1.-6. sæti og samtals 435 atkvæði.

7. Friðþjófur Helgi Karlsson skólastjóri með 419 atkvæði í 1.-7. sæti og samtals 438 atkvæði.

8. Eva Lín Vilhjálmsdóttir nemi með samtals 404 í 1.-8. sæti.

 Aðrir frambjóðendur komu í eftirfarandi röð:

 9.   Gylfi Ingvarsson vélvirki

 10. Gunnar Þór Sigurjónsson nemi

 11. Sóley Guðmundsdóttir þroskaþjálfi

 12. Jón Grétar Þórsson æskulýðsstarfsmaður

 13. Björn Bergsson framhaldsskólakennari

 14. Hafsteinn Eggertsson húsasmiður

 Alls greiddu 903 atkvæði sem er liðlega 33% kjörsókn. Alls voru 832 atkvæði gild. 18 seðlar voru auðir og 53 ógildir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert