Ódrengilegt gagnvart kjósendum

Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúi.
Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúi. Ljósmynd/Oddgeir Karlsson

„Ég sóttist eftir fyrsta eða öðru sætinu en endaði í því fimmta. Þegar listanum var síðan stillt upp var óskað eftir því að ég færi niður í sjöunda sætið en hafnaði því. Ég sagðist einfaldlega vilja mæta óskum kjósenda og vera í fimmta sætinu.“

Þetta segir Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, í samtali við mbl.is en framboðslisti flokksins vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor var samþykktur í gærkvöldi á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í bænum. Ekki var bindandi kosning í sæti listans þar sem þátttaka í prófkjöri var undir 50%.

„Það tóku margir þátt í prófkjörinu og mér þykir ódrengilegt gagnvart þeim að taka síðan ekkert mark á niðurstöðunum. Það er ekki í anda þessa flokks. Vilji kjósenda er eitthvað sem verður að bera virðingu fyrir,“ segir hann. Spurður um framhaldið segist hann einfaldlega að skoða sína stöðu. Það verði gert á næstu dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert