Guðmundur leiðir Framsókn á Akureyri

Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson bæjarfulltrúi skipar efsta sæti framboðslista Framsóknarflokksins á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, en listinn var samþykktur einróma á fundi í fulltrúaráði framsóknarfélaganna á Akureyri í gær.

Í öðru sæti er Ingibjörg Isaksen, forstöðumaður, og í því þriðja Siguróli Magni Sigurðsson, nemi.

Kosið var á almennum félagsfundi framsóknarfélaganna 15. mars í 5 efstu sætin á framboðslistanum.

Framboðslistinn er þannig skipaður:

  1. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi
  2. Ingibjörg Isaksen, forstöðumaður
  3. Siguróli Magni Sigurðsson, nemi
  4. Elvar Smári Sævarsson, kennari
  5. Halldóra Hauksdóttir, hdl.
  6. Tryggvi Már Ingvarsson, deildarstjóri
  7. Guðlaug Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri
  8. Húni Hallsson, söluráðgjafi
  9. Sigríður Bergvinsdóttir, hársnyrtir
  10. Óskar Ingi Sigurðsson, framhaldsskólakennari
  11. Ragnhildur Hjaltadóttir, umboðsmaður
  12. Jóhannes Gunnar Bjarnason, kennari
  13. Regína Helgadóttir, bókari
  14. Erlingur Kristjánsson, forstöðumaður
  15. Petra Ósk Sigurðardóttir, leikskólakennari
  16. Axel Valgeirsson, meindýraeyðir
  17. Viðar Valdimarsson, verkamaður og nemi
  18. Guðný Rut Gunnlaugsdóttir, leikskólakennari
  19. Klemenz Jónsson, dúklagningameistari
  20. Mínerva Björg Sverrisdóttir, leiðbeinandi
  21. Jakob Björnsson, framkvæmdastjóri
  22. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, fyrrv. bæjarfulltrúi

Á listanum eru 10 konur og 12 karlar. Framsóknarmenn fengu einn bæjarfulltrúa kjörinn í sveitarstjórnarkosningunum 2010, Guðmund Baldvin Guðmundsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert