Ætla að gerbreyta Reykjavík

Nýja aðalskipulagið felur í sér stóraukna áherslu á almenningssamgöngur og …
Nýja aðalskipulagið felur í sér stóraukna áherslu á almenningssamgöngur og hjólreiðar á kostnað einkabílsins. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Miklar breytingar verða á byggð, mannlífi og umferð í Reykjavík ef hið nýja aðalskipulag borgarinnar sem nær til ársins 2030 verður að veruleika.

Það geymir mun róttækari hugmyndir en áður um þróun höfuðborgarinnar. Þétta á byggðina með áherslu á Vatnsmýri, Elliðaárvog og miðborgina, einkum svæðið við gömlu höfnina.

Hætta á við ný hverfi í útjaðri borgarinnar. Draga á úr notkun einkabifreiða og stórauka að sama skapi vistvænar samgöngur með eflingu almenningssamgangna og auknu vægi hjólreiða. Ný stór umferðarmannvirki, svo sem mislæg gatnamót, heyra sögunni til, að því er fram kemur í fréttaskýringu um nýja aðalskipulagið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert