Samfylkingin stærst í Reykjavík

Dagur B. Eggertsson er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkr.
Dagur B. Eggertsson er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkr. mbl.is/Ómar

Samfylkingin mælist með mest fylgi flokka í Reykjavíkurborg eða 28% samkæmt nýrri könnun Capacent Gallup sem Rúv segir frá. Flokkurinn bætir við sig manni frá síðustu könnun, verði þetta niðurstaða kosninga. Píratar missa einn mann frá síðustu könnun.

Samkvæmt könnuninni hefur Samfylkingin bætt við sig fylgi undanfarinn mánuð. Í kosningunum í Reykjavíkurborg árið 2010 fékk flokkurinn 19% atkvæða. Fyrir mánuði mældist fylgið 24% og nú mælist það tæp 28%, að því er fram kom í fréttum Rúv.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 34 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Hann mældist með 24 prósenta fylgi í síðustu könnun og 25 prósent nú.

Besti flokkurinn fékk 35 prósenta fylgi í síðustu kosningum, Björt framtíð arftaki hans mældist með 23 prósenta fylgi í síðustu konnun og 24 prósenta nú.

Píratar mældust með þettán prósenta fylgi í síðustu könnun en mælast nú með tíu prósent.

Vinstri hreyfingin grænt framboð fékk sjö prósent í síðustu kosningum, mældist með tíu prósent fyrir mánuði en mælist nú með sjö prósent.

Framsóknarflokkurinn fékk tvö prósent í síðustu kosningum, mældist með fjögur prósent fyrir mánuði og þrjú prósent nú. Dögun er á svipuðum slóðum mældist með tvö prósent fyrir mánuði og þrjú prósent nú. Aðrir flokkar mælast með minna fylgi.

Capacent Gallup gerði könnunina á netinu dagana 19. mars til 10. apríl og var hún lögð fyrir ríflega 2.100 manns. Sextíu prósent tóku þátt. Af þeim sem það gerðu vildu þrettán prósent ekki taka afstöðu og níu prósent sögðu ýmist ætla að skila auða eða ekki kjósa.

Sjá nánar á vef Rúv.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert