Gengið til kosninga í dag

Samkvæmt þeim könnunum sem birtar voru í gær, fær Sjálfstæðisflokkurinn annaðhvort þrjá eða fjóra borgarfulltrúa kjörna í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í dag. Samkvæmt skyndikönnun MMR, sem tók til daganna 29. og 30. maí, dalar fylgi meirihlutaflokkanna úr 53,5% niður í 49,4%.

Þar af fer fylgi Bjartrar framtíðar niður um fjögur prósentustig í 18,2%, sem nægir til að sjálfstæðismenn fái fjóra menn kjörna, með 21,4% atkvæða, á kostnað sjötta manns Samfylkingarinnar. Samkvæmt könnun Capacent Gallup, sem gerð var dagana 23.-29. maí, heldur Samfylkingin hins vegar áfram að auka fylgi sitt og heldur sjötta manni sínum. Píratar, Vinstri grænir og Framsókn og flugvallarvinir mælast öll með einn fulltrúa.

239.810 manns eru nú á kjörskrá á landinu öllu, og hefur kjósendum því fjölgað um rúmlega 6% frá því á árinu 2010. Samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum í Reykjavík höfðu 19.233 manns kosið utan kjörfundar á landinu öllu í gærkvöldi. Þetta eru mun fleiri en fyrir fjórum árum en þá höfðu 7.839 greitt atkvæði utan kjörfundar daginn fyrir kjördag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert