Hlutverk okkar að standa með íbúunum í baráttunni

Frambjóðendur D-listans fagna, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Trausti Hjaltason, …
Frambjóðendur D-listans fagna, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Trausti Hjaltason, Margrét Rós Ingólfsdóttir, Birna Þórsdóttir, Kristinn Bjarki Valgeirsson, Elliði Vignisson og Hildur Sólveig Sigurðardóttir. mbl.is/Óskar Pétur

Sá stuðningur sem framboðslisti Sjálfstæðisflokksins fékk í Vestmannaeyjum er að öllum líkindum nýtt Íslandsmet. 73,2% þeirra bæjarbúa sem kusu greiddu honum atkvæði sitt.

Fyrra Íslandsmetið er talið hafa verið í höndum D-lista sjálfstæðismanna í Stykkishólmi en hann fékk tæp 70% fylgi undir forystu Sturlu Böðvarssonar í kosningunum 1990.

„Við erum ánægð með að ná þessu Íslandsmeti á sama tíma og við erum Íslandsmeistarar í handbolta,“ segir Elliði Vignisson, oddviti sjálfstæðismanna og bæjarstjóri. Hann tók fram að ekki hefði verið nein flugeldasýning um nóttina þegar úrslit voru kunn, eins og þegar lið ÍBV sneri heim með Íslandsbikarinn, en árangrinum hefði þó verið fagnað framundir morgun og menn síðan mætt í sjómannamessu í Landakirkju eftir að hafa lagt sig stutta stund.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert