Óbreytt eftir endurtalningu í Norðurþingi

Endurtalningu atkvæða í bæjarstjórnarkosningunum í Norðurþingi er lokið og urðu engar breytingar á fulltrúatölu flokkanna í bæjarstjórninni.

Eitt frávik kom fram við endurtalninguna en atkvæðaseðill sem áður var talinn tilheyra S - lista reyndist vera ógildur. 

Endurtalningin var framkvæmd að beiðni Framsóknarflokksins þar sem aðeins munaði níu atkvæðum á Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokki. Vegna þess náði náði þriðji maður Sjálfstæðisflokks inn en ekki þriðji maður á lista Framsóknar.

Beiðnin var borin upp í kjölfar frétta úr Hafnarfirði þar sem Framsókn græddi sextán atkvæði á endurtalningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert