Málefnasamningur í bígerð á Akureyri

Oddvitarnir þrír þegar þeir hittust á kosningavöku framsóknarmanna í nótt. …
Oddvitarnir þrír þegar þeir hittust á kosningavöku framsóknarmanna í nótt. Frá vinstri: Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Matthías Rögnvaldsson og Logi Már Einarsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Viðræður um meirihlutasamstarf L-listans, Samfylkingar og Framsóknarflokks á Akureyri eru á lokametrunum og verður málefnasamningur undirritaður á morgun.

Þetta kemur fram á norðlenska fréttavefnum Vikudegi. Þar er jafnframt haft eftir Matthíasi Rögnvaldssyni, oddvita L-listans, að viðræður milli flokkanna hafi gengið snurðulaust fyrir sig og ágreiningsmál séu engin.

Framboðin þrjú hófu viðræður um myndun meirihluta um leið og úrslit sveitarstjórnarkosninganna lágu fyrir, eins og mbl.is greindi frá, og hafa þær staðið síðan. Samtals fengu þau sex fulltrúa kjörna, af ellefu, eða tvo hvert um sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert