Komnir undir pilsfald meirihlutans

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík mbl.is

„Þetta snýst bara um skipan í nefndir og ekkert annað. Hér erum við einungis að tryggja sem flesta fulltrúa,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, en þreifingar eru uppi á milli Sjálfstæðisflokksins og meirihlutans í borginni um samstarf í ráðum og nefndum.

„Þetta mun gera skýran mun á okkur og hinum stjórnarandstöðuflokknum, sem með þessu er kominn undir pilsfald meirihlutans,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, og vísar í máli sínu til þreifinga á milli Sjálfstæðisflokksins og meirihlutans í Reykjavík um samstarf í ráðum og nefndum.

Nefndirnar sem um ræðir eru stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, stjórn Faxaflóahafna, heilbrigðisnefnd og öll hverfisráð borgarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert