Eva oddviti Árneshrepps

Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti, á skrifstofu sinni.
Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti, á skrifstofu sinni. Ljósmynd/Jón Guðbjörn

Í gærkvöldi hélt ný hreppsnefnd Árneshrepps, sem kjörin var í sveitarstjórnarkosningunum þann 31. maí, sinn fyrsta fund. Aðalmál nýrrar hreppsnefndar var kosning nýs oddvita og vara oddvita. Eva Sigurbjörnsdóttir hótelstýra á Hótel Djúpavík var kjörin sem nýr oddviti hreppsins og Ingólfur Benediktsson Árnesi 2 sem vara oddviti.

Aðrir í hreppsnefnd eru Guðlaugur Agnar Ágústsson bóndi á Steinstúni,Hrefna Þorvaldsdóttir húsmóðir og matráður Árnesi 2 og Elísa Ösp Valgeirsdóttir skólastjóri Árnesi 2. Þess má geta að Hrefna og Elísa eru mæðgur. Þrjár konur skipa nú hreppsnefnd Árneshrepps og eru því í meirihluta.

Varamenn í hreppsnefnd Árneshrepps sem voru kosnir þann 31. maí voru þessir: Gunnar Dalkvist bóndi Bæ, Sveindís Guðfinnsdóttir bóndi og flugvallarvörður Kjörvogi, Bjarnheiður Júlía Fossdal húsmóðir og bóndi Melum 1, Ingvar Bjarnason bóndi og smiður Árnesi 2 og Pálína Hjaltadóttir húsmóðir og bóndi Bæ. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert