Birgir hyggst gefa kost á sér

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. mbl.is/Eggert

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að gefa kost á sér til áframhaldandi þingmennsku í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík sem fram fer 3. september. Birgir segist í samtali við mbl.is stefna á eitt af efstu sætinum á framboðslistanum.

Birgir var í sjötta sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar. Af sex þingmönnum sjálfstæðismanna í kjördæminu ætla fjórir að gefa áfram kost á sér að Birgi meðtöldum: Guðlaugur Þór Þórðarson, Brynjar Níelsson og Sigríður Andersen. Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt að hún ætli ekki að taka þátt í prófkjörinu.

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur ekki gefið upp hvað hann hyggst gera en frestur til þess að skila inn framboði í prófkjörinu rennur út klukkan 16 á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert