Lilja Dögg vill leiða í Reykjavík

Lilja Dögg Alfreðsdóttir hyggst ekki bjóða sig fram til formennsku, …
Lilja Dögg Alfreðsdóttir hyggst ekki bjóða sig fram til formennsku, gegn núverandi formanni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hyggst bjóða sig fram til þingsetu fyrir Framsóknarflokkinn í haust að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Þar er haft eftir Lilju Dögg að hún sækist eftir efsta sætinu í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Vigdís Hauksdóttir hefur leitt lista Framsóknarmanna í því kjördæmi, en hún hefur áður tilkynnt að hún ætli að láta af þingmennsku í haust. Kosið verður á milli þeirra sem gefa kost á sér í efstu sætin á kjördæmisþingi flokksins í lok þessa mánaðar.

Einnig kemur fram að Lilja Dögg ætli ekki bjóða sig fram til formennsku í flokknum, gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert