Guðmundur Franklín vill 4.-6. sætið

Guðmundur Franklín Jónsson.
Guðmundur Franklín Jónsson.

Guðmundur Franklín Jónsson hótelstjóri hefur­ ákveðið að gefa kost á sér í 4.-6. sæti á lista Sjálfstæðisflokks­ins í Reykjavík í kom­andi próf­kjöri sem fyr­ir­hugað er 3. september nk.

Í tilkynningu sem Guðmundur Franklín hefur sent frá sér vegna framboðsins segir að hann hafi alla tíð haft mikinn áhuga á stjórnmálum og telji sig hafa öðlast nauðsynlega reynslu til þess að sinna því verkefni af heilum hug.

Guðmundur Franklín er með stúdentspróf frá FÁ 1985. BSc-gráðu í viðskipta- og hagfræði frá Johnson & Wales University, Providence, Rhode Island í Bandaríkjunum 1989. Hann er löggiltur verðbréfamiðlari, General Securities Representative Exam, Series 7, 10 og 63, Financial Industry Regulatory Authority, New York, NY. 2000. Þá lagði hann stund á meistaranám í alþjóðastjórnmálum og hagfræði við Charles University, Prag, Tékklandi, 2005-2008. Lauk hann einnig leiðsögumannaprófi frá Ferðamálaskóla Íslands í maí 2012.

Guðmundur Franklín starfaði sem registered representative hjá Bersec International, Inc., New York 1989-1991. Verðbréfamiðlari hjá Oppenheimer & Co., Inc. 1991-1993.  Framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs og fjárvörslusviðs hjá Burnham Securities, Inc, og Burnham Asset Management, Inc, New York , NY. í Bandaríkjunum 1993-2002.  Hótelstjóri á  Bellagio Hotel, Prag, Tékklandi 2002-2009. Stundakennari hjá University of New York in Prague, Prag, Tékklandi 2005-2006. Hótelstjóri á Hotel Klippen í Gudhjem á Borgundarhólmi í Danmörku síðan 2013.

Hann er fyrrverandi formaður Hægri grænna, stjórnmálasamtaka, 2010-2013. Setið m.a. í eftirfarandi stjórnum: Winnys, sro., Bellagio Hotels, sro., The Nordic Camber of Commerce í Prag, International Hoteliers Association in Prague, Burnham International hf. The Salomon, Smith Barney, World Wide Fund, Subway Sandwiches, Denmark AS., og Puralube Inc..

„Ég verð alltaf  talsmaður atvinnulífsins, lágra skatta og umhverfisverndar, en þessir málaflokkar hafa sjaldan verið eins mikilvægir og einmitt nú, þá sérstaklega ferðaþjónustunnar sem er að glíma við mikla vaxtarverki,“ er haft eftir honum í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert