Kjördæmisþingið hafið

Frá kjördæmisþinginu í Mývatnssveit.
Frá kjördæmisþinginu í Mývatnssveit. Ljósmynd/Birkir Fanndal

Tvöfalt kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi er hafið í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Salurinn er nokkuð þétt setinn en alls hafa 370 fulltrúar flokksfélaga Framsóknarflokksins í kjördæminu atkvæðisrétt þar ræðst hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson muni leiða lista flokksins í kjördæminu í komandi aþingiskosningum.

Frétt mbl.is: Spennan magnast í Norðausturkjördæmi

Kynningarræður standa yfir

Eyþór Elíasson, formaður kjörstjórnar, setti þingið og var samþykkt tillaga kjörstjórnar um að þau Úlfhildur Elíasdóttir og Eyþór Elíasson yrðu þingforsetar. Nú standa yfir kynningarræður frambjóðenda sem sækjast eftir fyrsta sæti listans og tók Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrstur til máls.

Þrír aðrir auk Sigmundar sækjast eftir að leiða listann þau, Höskuldur Þórhallsson sem sækist eftir 1. sæti, Þórunn Egilsdóttir sem sækist eftir 1.-2. sæti og Líneik Anna Sævarsdóttir sem sækist eftir 1.-3. sæti.

Kosið um eitt sæti í einu

Kosið verður sérstaklega um hvert sæti í einu og skal frambjóðandi hljóta hið minnsta 50% kosningu til að tryggja sér sætið ellegar er kosið aftur milli þeirra tveggja frambjóðenda sem hljóta flest atkvæði. Þannig gæti þurft að kjósa tvisvar í öll sætin 1.- 5. fari svo að enginn hljóti hið minnsta 50% atkvæða en frambjóðendur geta einnig dregið framboð sitt til baka milli kosninga. „Leikurinn verður endurtekinn eins oft og þörf krefur,“ sagði Eyþór við setningu þingsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert