Hafa átt trúnaðarsamtöl eftir fáleika

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa ræðst við að undanförnu, en fáleikar voru með þeim eftir formannskjör.

„Já, við Sigmundur Davíð höfum átt í samskiptum síðustu daga,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Sem kunnugt er voru fáleikar milli þeirra tveggja eftir flokksþing Framsóknar, þar sem sitjandi formaður féll. „Nei, ég ætla ekki að gefa upp hvað okkur fór í millum. Þetta var tveggja manna tal. Núna er Sigmundur á fullum krafti í sínu kjördæmi í kosningabaráttu. Þar og annars staðar er verk að vinna því Framsókn hefur legið lágt í könnunum. Nú þarf að snúa því við og við förum bjartsýn í baráttuna.“

Hvað var sagt er trúnaðarmál. „Ég ætla ekki að gefa upp hvað okkur fór í millum,“ sagði Sigurður Ingi sem í gær kynnti stefnuskrá flokks síns, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert