Lakari kjörsókn í Kraganum

Kosið er til Alþingis í dag.
Kosið er til Alþingis í dag. mbl.is/Ómar

Klukkan 20 var kjörsókn í Suðvesturkjördæmi 62,7% en 42.762  manns höfðu kosið. Í alþingiskosningunum 2013 á sama tíma var kjörsóknin í kjördæminu 64,2% og 71,2% árið 2009. 

Klukkan 18 höfðu 53% kjósenda á kjörskrá greitt atkvæði í Norðurvesturkjördæmi. Á sama tíma var kjörsóknin í Suðurkjördæmi 51,31% og 19.192 atkvæði höfðu verið greidd.

Þá höfðu 7.999 manns eða 57,38% kjósenda á kjörskrá greitt atkvæði á Akureyri, Hrísey og í Grímsey klukkan 19. 

Á sama tíma var kjörsóknin í Reykjavík 56,85% og greidd atkvæði voru 52.123. 26.121 þeirra höfðu verið greidd í Reykjavíkurkjördæmi norður og kjörsókn þar 56,8%. Í Reykjavíkurkjördæmi suður var kjörsóknin 56,9% og 26.002 höfðu greitt atkvæði.

Kjörfundi lýkur klukkan 22.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert