Reynt til þrautar í dag

Margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja að eins þingmanns meirihluti sé of …
Margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja að eins þingmanns meirihluti sé of naumur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kannað verður til þrautar í dag hvort grundvöllur er til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður og vinnu við gerð málefnasamnings Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Allt eins líklegt er talið að Bjarni Benediktsson skili af sér umboðinu um helgina og þá hefjist nýr kafli í undirbúningi stjórnarmyndunar.

Sú vinna yrði væntanlega undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG.

Sjálfstæðisflokkurinn er sagður hafa metið það svo, að nokkur útistandandi mál væru á borðinu sem yrði að útkljá, áður en hægt væri að ákveða hvort flokkarnir þrír ættu eitthvert erindi í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Þar mun ágreining um mögulega endurnýjaða umsókn um aðild að Evrópusambandinu, í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu, bera hæst. Ljóst er að náist ekki lending í því erfiða máli sé tómt mál að tala um, að mati formanns Sjálfstæðisflokksins, að hefja formlegar viðræður.

Eins og fram hefur komið telja margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að eins þingmanns meirihluti sé of naumur. Þá virðist enn mikil andúð í garð ákveðinna þingmanna Viðreisnar sem áður voru í röðum sjálfstæðismanna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert