Sjálfstæðisflokkur og VG með mest fylgi

Frá Alþingi. Samkvæmt könnun Zenter mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 26,4% fylgi …
Frá Alþingi. Samkvæmt könnun Zenter mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 26,4% fylgi og VG 22,8%. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri hreyfingin – grænt framboð eru þeir flokkar sem njóta mests fylgis samkvæmt skoðanakönnun sem Zenter rannsóknir gerðu eftir að greint var frá stjórnarslitum í lok síðustu viku. Fylgi Viðreisnar mælist hins vegar 2,7% og fylgi Samfylkingar 9%.

Könnunin var framkvæmd dagana 15.-18. september.

Samkvæmt niðurstöðunum mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 26,4% fylgi samanborið við 29,0% í alþingiskosningunum 2016. Fylgi Vinstri grænna eykst frá kosningunum 2016 og mælist nú 22,8% borið saman við 15,9% árið 2016.

Miðað við 95% öryggisbil er hins vegar ekki marktækur munur á milli flokkanna tveggja að því er segir í tilkynningu frá Zenter.

Kort/Zenter

Píratar mælast með 12,5% fylgi borið saman við 14,5% atkvæða í síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn mælist með 10,5% fylgi borið saman við 11,5% í kosningunum 2016. Flokkur fólksins bætir við sig síðan 2016 og mælist nú með 9,6% borið saman við 3,5% í síðustu kosningum. Samfylkingin mælist með 9,0% samanborið við 3,5% árið 2016 og Björt framtíð mælist með 5,6% fylgi en fékk 7,2% atkvæða í kosningunum 2016. Loks mælist Viðreisn með 2,7% fylgi en flokkurinn fékk 10,5% atkvæða í síðustu kosningum.

Þátttakendur voru einnig spurðir hversu sammála eða ósammála þeir væru því að boðað verði til kosninga sem fyrst. Samkvæmt niðurstöðunum eru 68,5% Íslendinga sammála og einungis 14,0% ósammála. 10,6% eru hvorki sammála né ósammála og 6,8% tóku ekki afstöðu.

Alls svöruðu 956 einstaklingar könnuninni, en spurt var: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“
„Hversu sammála eða ósammála ertu því að boða verði til kosninga sem fyrst?“

Um er að ræða netkönnun sem gerð var meðal könnunarhóps Zenter rannsókna og tekur til Íslendinga 18 ára og eldri á öllu landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert