Vill sætið sem Sigmundur skipar

Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, fyrir miðju.
Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, fyrir miðju. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sækist eftir því að leiða framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum 28. október.

Þetta tilkynnir hún á Facebook-síðu sinni í dag. Þórunn skipaði annað sætið í kjördæminu fyrir kosningarnar á síðasta ári en fyrsta sætið vermdi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins.

„Framundan eru alþingiskosningar. Þær snúast öðru fremur um trúverðugleika og traust í stjórnmálum. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til að leiða B-lista Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi. Ég er reiðubúin að vinna með öllu framsóknarfólki til að ná aftur sterkri stöðu flokksins í kjördæminu,“ segir Þórunn.

Vísar hún í nýlega skoðanakönnun Gallups þar sem komi fram að rúmlega einn af hverjum þremur landsmönnum vilji sjá Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn. „Nýtum þann byr og að því vil ég vinna landi og þjóð til heilla.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert