Gylfi leiðir Viðreisn í Norðvesturkjördæmi

Gylfi Ólafsson.
Gylfi Ólafsson.

Stjórn Viðreisnar hefur staðfest framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í lok október. Listinn er fléttaður konum og körlum til jafns og er leiddur af Gylfa Ólafssyni, heilsuhagfræðingi og aðstoðarmanni fjármála- og efnahagsráðherra.

Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Frambjóðendur:

  1. Gylfi Ólafsson, heilsuhagfræðingur
  2. Lee Ann Maginnis, lögfræðingur
  3. Haraldur Sæmundsson, matreiðslumeistari
  4. Sigrún Helga Lund, dósent í tölfræði
  5. Jón Ottesen Hauksson, framkvæmdastjóri
  6. Ása Katrín Bjarnadóttir, nemi
  7. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
  8. Ragnheiður Jónasdóttir, verkefnastjóri
  9. Sturla Rafn Guðmundsson, svæðisstjóri RARIK
  10. Arnheiður Steinþórsdóttir, sagnfræðinemi
  11. Ragnar Már Ragnarsson, byggingarfræðingur
  12. Unnur Björk Arnfjörð, skólastjóri
  13. Indriði Indriðason, sveitastjóri
  14. Berglind Long, matreiðslumaður
  15. Pálmi Pálmason, fv. framkvæmdastjóri
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert