Kosið á einum stað í Reykjanesbæ

Fjölbrautaskóli Suðurnesja í Reykjanesbæ.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja í Reykjanesbæ. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

Kjósendur í Reykjanesbæ munu greiða atkvæði á nýjum kjörstað, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, í alþingiskosningunum um næstu helgi.

Að sögn Ólafíu Ingólfsdóttur, formanns yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, var ákveðið að einfalda hlutina í ár og kveðst hún mjög ánægð með að núna verði kosið á einum stað í bænum.

Í síðustu kosningum voru atkvæði greidd í Njarðvíkurskóla, Heiðarskóla og Akurskóla en alls eru kjördeildirnar níu talsins.

Yfirkjörstjórnin verður sem fyrr staðsett í Fjölbrautaskólanum á Selfossi.

Kjörfundur í Reykjanesbæ hefst kl. 9 á laugardaginn og lýkur í síðasta lagi klukkan 22.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert