Hærri skattar myndu hafa víðtæk áhrif

Skattaás Viðskiptaráðs Íslands.
Skattaás Viðskiptaráðs Íslands.

Verði tillögur stjórnmálaflokkanna í skattamálum að veruleika eftir kosningar gæti það haft víðtæk áhrif. Þá meðal annars á hagvöxtinn. Um þetta eru hagfræðingar sem Morgunblaðið ræddi við sammála.

Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, segir tillögur VG munu leiða til hærri fjármagnskostnaðar. Það muni aftur bitna á hagvexti. Þá séu tillögur VG um hærri skatta á mat og eldsneyti til þess fallnar að ýta undir verðbólgu.

Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir útlit fyrir að draga muni úr hagvexti. Boðaðar skattahækkanir muni því „einungis auka á niðursveifluna og gera lendingu hagkerfisins harkalegri“.

Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir ljóst að millistéttin muni þurfa að standa undir auknum skatttekjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert