Steingrímur langoftast strikaður út

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Kristinn Magnússon

Flestir strikuðu Steingrím J. Sigfússon, oddvita Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, út í þingkosningunum sem fram fóru á laugardaginn í Norðausturkjördæmi eða færðu hann neðar á framboðslista flokksins eða samtals 258 kjósendur hans.

Kristján Þór Júlíusson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, kemur næstur með 57 útstrikanir. Þá Valgerður Gunnarsdóttir, önnur á lista flokksins, með 31 útstrikun og síðan Njáll Trausti Friðbertsson, annar maður á lista Sjálfstæðismanna, með 27 útstrikanir.

Samtals strikuðu 23 Þórunni Egilsdóttur, oddvita Framsóknarmanna, út og tuttugu Sigmund Davíð Gunnlaugsson, oddvita og formann Miðflokksins. Líneik Anna Sævarsdóttir, önnur á lista Framsóknarflokksins, var strikuð út 19 sinnum og sama er að segja um Arnbjörgu Sveinsdóttur sem var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins.

Þá var Ingibjörg Þórðardóttir, þriðja á lista VG, strikuð út 16 sinnum, Hjálmar Bogi Hafliðason, fjórði maður á lista Framsóknar, 12 sinnum og sama með Þorgrím Sigmundsson, þriðja mann á lista Miðflokksins. Logi Einarsson, oddviti og formaður Samfylkingarinnar, var strikaður út tíu sinnum og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, önnur á lista VG, 9 sinnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert