Þrír að hefja viðræður

Þann 17. nóvember í fyrra, fyrir rétt tæpu ári, sátu …
Þann 17. nóvember í fyrra, fyrir rétt tæpu ári, sátu þau Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson á Alþingi og ræddu stjórnarmyndun án árangurs. Þingstyrkur Sjálfstæðisflokks var þá 21 þingmaður og VG 10 þingmenn. mbl.is/Golli

Líklegast er talið að formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Framsóknarflokks hefjist í dag eða í síðasta lagi á morgun, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Sigurður Ingi Jóhannsson,formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson,formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert

Síðustu daga hafa forystumenn stjórnmálaflokkanna rætt ýmsa kosti til stjórnarmyndunar. „Eftir að það slitnaði upp úr hjá þessum fjórum flokkum hefur í raun og veru verið opin lína hjá öllum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, við mbl.is í gær. Formenn flokkanna þriggja sem eru að undirbúa formlegar viðræður kynntu stöðu mála á þingflokksfundum í gær og upplýstu hvað líklegast væri að gerðist næst.

Þótt svo kunni að fara að þessir þrír flokkar hefji fljótlega viðræður er samtal um málefni vart hafið á milli þeirra. Fyrir liggur að VG sækir það fast að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra. Verði það niðurstaðan og samstaða náist um málefnasamning hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn, sem er með 16 þingmenn, muni gera ákveðna kröfu um aukinn fjölda ráðherra í nýrri ríkisstjórn, en VG hefur ellefu þingmenn og Framsóknarflokkur átta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert