Samfylking stærst

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Ómar Óskarsson

Meirihlutinn í Reykjavík heldur velli samkvæmt nýrri könnun Viðskiptablaðsins og fengi 13 af 23 borgarfulltrúum en minnihlutinn 10. Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt könnuninni með 29,9% en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir fast á eftir með 29%.

Píratar fengju 13%, VG 10,3%, Framsóknarflokkurinn 2,9%, Viðreisn 6,3%, Flokkur fólksins 3,1% og Miðflokkurinn 4%.

Samkvæmt könnuninni er meirihluti Samfylkingar, Pírata og VG með 53,2% atkvæða. 

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking fengju samkvæmt þessu 8 borgarfulltrúa hvor, Píratar 3 og VG 2. Miðflokkurinn og Viðreisn einn borgarfulltrúa hvor flokkur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert