Meirihlutafundur gekk „vonum framar“

Líf Magneudóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sögðust bjartsýnar um framhald …
Líf Magneudóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sögðust bjartsýnar um framhald viðræðna í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samgöngumál, umhverfismál og húsnæðismál voru á dagskrá fundar þeirra flokka sem koma að meirihlutaviðræðum í Reykjavík og haldinn var í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík, segir við mbl.is að fundurinn hafi gengið „vonum framar“. Hún segir að þrátt fyrir að stórir málaflokkar hafi verið ræddir hafi viðræðurnar gengið áreynslulaust.

Góður andi var á fundi flokkanna í dag að sögn Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar. Hún segist líta viðræðurnar jákvæðum augum og að engin ágreiningsmál hafi komið upp milli flokkanna á þessu stigi.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, virðist einnig jákvæður en hann segist í fréttabréfi borgarstjóra vera „bjartsýnn á að vel muni ganga“.

Borgarstjórnarflokkar Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og Pírata ætla ekki að funda um helgina, en næsti fundur þeirra verður á mánudag klukkan níu. Líklega verður fundað áfram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert