Traust er mikilvægt í bílaviðskiptum

Óskar, Lárus og Sigurpáll taka vel á móti viðskiptavinum Bílalindar.
Óskar, Lárus og Sigurpáll taka vel á móti viðskiptavinum Bílalindar. mbl.is/Árni Sæberg

Á næstu vikum mun bílasalan Bílalind á Kletthálsi innleiða kerfi með QR kóða til að auðvelda kaupendum lífið en þá getur kaupandi sótt upplýsingar beint af framrúðu bílsins sem leiðir viðkomandi inn á vefsíðu Bílalindar. „Við viljum einfalda lífið fyrir viðskiptavini okkar og spara þeim sporin. Það hafa allir meira en nóg að gera,“ segir Ásvald­ur Óskar Jóns­son, gjarn­an kallaður Óskar, eig­andi Bíla­lind­ar.

„Með því að nýta QR kóðann til að fara á vefsíðuna má þar sjá ítarlegar upplýsingar um bílinn, senda fyrirspurn, óska eftir símtali eða gera tilboð í bílinn. Sölumaður okkar mun svo hringja í þann sem sendir fyrirspurnina en þetta flýtir mjög fyrir öllu ferlinu.“

Bílar í stæði seljast betur

Óskar hefur starfað sem bílasali í rúmlega 26 ár og þekkir því markaðinn vel en hann segir að bílaviðskipti hafi breyst heilmikið frá því að hann hóf fyrst störf sem bílasali.

„Það er mikilvægt að nýta tæknina vel því hún einfaldar okkur lífið. Vegna mikillar eftirspurnar um stæði mun Bílalind fljótlega bjóða upp á að hægt verði að bóka stæði hjá okkur á heimasíðunni en bílar sem eru í stæði á sölunni seljast betur,“ segir Óskar og bætir við að Bílalind vilji selja bíla hratt og vel og það sé sífellt vinsælla að láta bílana standa hjá Bílalind til að kaupin gangi hraðar fyrir sig.

„Það er ýmislegt sem við bjóðum upp á til að einfalda lífið fyrir seljandann. Til að mynda erum við með nokkrar tegundir af auglýsingapökkum þar sem við bjóðum upp á auglýsingar á alls kyns miðlum, allt frá minni auglýsingum á samfélagsmiðlum upp í að fá sérhannaða auglýsingu í Morgunblaðinu sem og á samfélagsmiðlum. Og ef þú hefur ekki tíma til að þrífa bílinn þá bjóðum við líka upp á að seljandi komi með bílinn til okkar og við sjáum um allt, bíllinn er sóttur á bílasöluna, þrifinn og skilað aftur tilbúnum á bílasöluna.“

Lárus að leiðbeina kaupanda með rafræna undirskrift en Bílalind nýtir …
Lárus að leiðbeina kaupanda með rafræna undirskrift en Bílalind nýtir kosti tækninnar í starfi sínu. mbl.is/Árni Sæberg

Mikið úrval bíla

Óskar talar um að það sé mikilvægt að viðskiptavinum, bæði þeim sem eru í söluhugleiðingum og áhugasömum kaupendum, líði vel í söluferlinu og starfsfólk Bílalindar geri sitt besta til að svo sé. Til að mynda hafi allt starfsfólkið hlotið sérstaka þjálfun til að taka á hverju svo sem gæti komið upp á. Traust sé sérstaklega mikilvægur þáttur í kaup- og söluferli á bifreiðum.

„Við bjóðum upp á ör­ugg­an skjala­frá­gang fyr­ir þá sem eru bún­ir að finna drauma­bíl­inn eða eru að selja og þurfa aðstoð fag­manna til að sækja um lán og ganga frá kaup­um og söl­um á öku­tækj­um. Og svo er rafræn undirritun orðinn fastur liður í undirritun allra viðskipta þannig að hlutirnir ganga jafnan hratt og vel fyrir sig,“ segir Óskar og bætir við að það einfaldi allt og spari fólki sporin.

„Á vefsíðu Bílalindar má sjá fjöl­breytt úr­val bíla af öll­um gerðum og stærðum frá helstu bíla­fram­leiðend­um heims. Einfaldast sé að fara inn á heimasíðuna okk­ar, www.bilalind.is, til að skoða úr­valið af nýj­um og notuðum bíl­um og þar leyn­ist mjög líklega drauma­bíll­inn því þar má finna flestar tegundir bíla. Svo erum við með ýms­ar góðar lausn­ir í bíla­fjár­mögn­un og út­veg­um bíla­lán frá öll­um bíla­lána­fyr­ir­tækj­um,“ seg­ir Óskar að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert